Afmælisveislan svakalega

Jæja þá er nú komið að sögunni sem ég lofaði. Ég lenti í því að vera boðin í afmæli JÁ LENTI Í ÞVÍ !!!!! Snillingurinn hann Emil vinur minn á afmæli á morgun sem ekki væri í frásögu færandi nema af því að hann er óforbetranlegur. Hann kemur hérna til mín í byrjun vikunnar og býður mér í afmælið sitt sem er sem sé á morgun (fallega gert af honum að bjóða mér yell). 

Hann spurði mig hvort ég vildi vera svo góð að baka handa honum eina perutertu og það var sko ekkert nema sjálfsagt. Ég sagði honum að ef hann keypti hráefni skildi ég líka gera eina brauðtertu fyrir hann ( alltaf svo góð í mér ). En þá kom einmitt skellurinn mikli !!!!

Ég sagði við hann og hvað verður svo meira í veislunni? Hann horfði á mig eins og eitthvað viðundur og var þögull og sagði svo stamandi eeeee ekkert !!!!! Mann skrattinn búinn að bjóða næstum 60 manns í afmælið og það eina sem var búið að ráðgera voru kökurnar 2 sem ég átti að búa til !!!!

Jæja þá vorum við komin að rótinni, hvað var þá til ráða?? Ég sagði dreng staulanum að fara í búð og kaupa 20 pakka af hrökkbrauði og 3 dollur af smjöri og málið afgreitt !!! innocent

Til að gera langa sögu stutta er ég búin að vera í minnst 8 klukkutíma á dag síðustu 4 daga að baka fyrir þessa veislu SEM ÉG LENTI Í AÐ MÉR VAR BOÐIÐ Í........EKKI NÓG MEÐ AÐ ÞURFA AÐ KOMA MEÐ SÍNAR EIGIN VEITINGAR HELDUR FYRIR HINA 58 LÍKA. Þetta heitir að lenda í að vera boðið í afmæli.

Ég er búin að baka 11 tertur og er að ganga frá sem mestu í kvöld og á eftir að gera brauðtertuna.Þannig að Alvilda bjargar afmælisveislunni VEIIIIII. Ég sé fyrir mér þessa hræðilegu mynd alla daga að mæta á staðinn með þessar 2 kökur og sjá þá ekkert annað í boði fyrir allt fólkið.

Emil er auðvitað búinn að vera hérna alla daga en hann hefur ekkert gert nema liggja í sófanum með lappirnar upp í loft. Auðvitað þurfti ég að elda ofan í hann á milli þess sem ég setti tertur í ofninn eða tók þær út (Hann étur eins og fíll svo það tekur engan smá tíma að elda ofan í hann). Gummi vinur okkar hefur verið með mér í þessu og gert helling en trúið mér ef ég færi eftir því sem hann vill setja saman á þessar kökur myndi ég sko ekki smakka eina LOL. Karlmenn eru svakalegir.

Mér er ekki til setunnar boðið lengur ÉG þarf að sjá um 60 manna afmæli á morgun, SEM ÉG LENTI Í AÐ VERA BOÐIÐ Í.Klára að koma þessu öllu saman. 

Á morgun ætla ég að segja ykkur aðra sögu af einhverju viðburðarríku atviki.

 

Eigið góðar stundir 

Alvilda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að vera alltaf svona góð við mig Alvilda mín kiss Ég hlakka til að vera bara sætur og fínn í afmælinu eins og þú sagðir mér að gera :)

Emil Geirsson Zoega (IP-tala skráð) 12.4.2019 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband