Eyrun að detta af

Þá er þessi dagur á enda kominn, eða næsti dagur eiginlega byrjaður hmmm já eitthvað svoleiðis. Ég var í Reykjavík í dag og maður lifandi ég hefði átt að henda símanum mínum í þvottavélina áður en ég fór. Við Akram vorum að fara til læknis og svo hitti ég Höllu vinkonu mína og við vorum bara á rúntinum í þessari líka Bongó Blíðu !!!! En haldið þið að Alvilda geti skroppið svona í Reykjavík í friði? Já já haldið það bara það er gott að vera bjartsýnn. Ónei síminn minn hringdi um það bil 20 sinnum !!!! segi og skrifa harðfisks (má ekki segja fucking það er ljótt orð svo við notum bara harðfiskinn í staðin) síminn hringdi um það bil 20 sinnum !!!! Allir að hringla í þessum ruglaða haus mínum og það var allt komið í steik þar. En það sem skiptir mestu máli er að ég komst heim fyrir rest.

Ég ákvað að skreppa til Guðnýjar vinkonu og rabba um daginn og veginn. Þá kemur þar Sessa hressa (vá þetta rímaði alveg óvart) og gengur eins og hún hafi lent undir járnbrautalest. Hún gat ekki sest niður eða neitt fyrir verkjum (ég hló ALLS EKKI)því hún hafði verið í ræktinni hahaha. Henni var svo íllt efst í lærunum að hún var að drepast (well hún saðgi mér að hún hafi hverið í ræktinni laughing ). Alltaf gott að hitta hressar konur og hafa gaman. Takk elskurnar fyrir þessa skemmtilegu kvöldstund.

En svo er það mál málanna. Ég vildi ekki blogga um þetta fyrr en ég var 100 % viss. Emil gaf mér í sumargjöf alveg geðveika gjöf. Ég fór nú bara næstum því að skæla en hann gaf mér MIÐA Á ED SHEERAN TÓNLEIKANA 11.ÁGÚST. Ég dýrka og dái Ed Sheeran fyrir manneskjuna sem hann er. Búin að horfa á mikið af viðtölum og svona og hann heillar mig algjörlega (minnir mig rosa mikið á elsta strákinn minn). Kvittunin fyrir miðunum er komin í hús svo það verður ekki aftur snúið. Þvíumlíkur Gulldrengur sem hann er hann Emil !!!

Svo er Gamla að fara í klippingu og strípur á föstudaginn en það væri ekki í frásögu færandi nema að ég ætla að lita hárið svart og gult tongue-out og ég er að tala um sól gult eins og broskarlinn hérna. Núna haldið þið örugglega að ég sé endanlega búin að missa þetta litla vit sem ég átti en nei nei ég hef alltaf verið svona létt geggjuð. Að halda með Skagamönnum í fótbolta ER EKKERT GRÍN það er sko há alvarlegt svo það þarf að taka þetta alla leið. 

Núna er ég eiginlega orðin hrikalega syfjuð og þarf að fara að Hvíla mig því okkur er boðið í afmæli á morgun :) Nóg að gera.

Farið vel með ykkur elskurnar og hafið það gott

 

kveðja 

Alvilda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit að ég er gulldrengurinn :D Það verður gaman að fara með þér á tónleikanna 11 ágúst ég hlakka til :) Njóttu sumargjafarinnar

Emil Geirsson Zoega (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband