Mikið að gera

Þá er komið að næsta bloggi. Afsakið hvað ég hef verið löt. Hérna gekk einhver leiðinda veikinda alda yfir allt. Einn fékk í eyrun og annar fékk streptokokka. Maður er ekki mjög duglegur að setjast svona niður að skrifa þegar allir eru veikir og þreyttir.

Minnsti prinsinn er á fullu í leikskólanum og það sem ég skil ekki er að hann hefur endalausa orku. Hann er á ferðinni fram eftir kvöldi með allavega uppátæki. Áðan fékk hann sopa af gosi hjá mér þar sem ég sat hérna í stólnum. Hann er vanur að vera alltaf að klifra upp á bakið á stólnum hjá mér og gerði það áðan líka. Allt í einu fann ég eitthvað ískalt á bakinu á mér.........þá hafði drengurinn verið með gosið enn uppí sér og spýtti því svo á bakið á mér !!!!!Angry

Þegar hann var búinn að því fór hann fram að "horfa" á sjónvarpið, eða það hélt ég allavega. Þá allt í einu kemur drengurinn með annan silfur kertastjakann minn sem stendur í stofu glugganum og rétti mér. Eftir nokkrar mínutur kom svo þessi elska aftur með HINN SILFUR KERTASTJAKANN !!!! Í næstu umferð kom hann inn og var farinn úr peysunni og búinn að fara úr samfellunni að ofan og var ber að ofan að spóka sig um LoL

Auðvitað halda allir að þetta hafi veirð allt sem hann gerði en neiiiiiii. Allt í einu heyrði ég eitthvað svona sull hljóð og leit upp því drengurinn stóð við hliðina á mér við rúmið mitt. OG HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ AÐ HANN HAFI VERIÐ AÐ GERA ?????  hann hélt á sápu brúsa undan sturtusápu sem var næstum tómur og var að sprauta því á rúmið mitt og ekki nóg með það heldur hafði hann sett vatn í brúsann SEM ÉG HEF STERKAN GRUN  UM AÐ HAFI KOMIÐ ÚR KLÓSETTINU !!SickSickAngryAngry.

Núna situr hann frammi rosa stilltur og horfir á sjónvarpið. Hinir stóru voru að leika sér inn í herbergi í rólegheitum. Núna ætla allir að horfa smá á sjónvarpið fyrir svefninn.

Vonandi kem ég aftur næstu daga og helst á morgun. Þangað til farið varlega og Guð veri með ykkur !! InLove


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akram er snillingur

emil ólafsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 21:45

2 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan daginn.

Alltaf gaman að lesa hjá þér

 Það er fullt starf að hlaupa á eftir honum

         Gleðilega páska.

                    vallý

Valdís Skúladóttir, 29.3.2010 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband