Sitt lítið af hverju

Jæja þá er komið enn eitt kvöldið. Ég bloggaði ekkert í gær því Elsku vinur min hann Emil veiktist í gærkvöldi og var svo fyrir rest sendur á sjúkrahús í Reykjavík og ég var ekki í miklu stuði.

Besta vinkona mín hún Halla kom til mín í dag. Hún var svo yndisleg að keyra Emil heim af Sjúkrahúsinu. Hún kom hérna til mín og við eyddum smá stund saman og fórum til Guðnýjar í heimsókn.

Svo sá ég svolítið findið í DV í dag (eiginlega spreng hlægilegt). Það var kona að auglýsa eftir enskumælandi konu til að fara með sér til Gambíu því hún er að fara að gifta sig. Þetta boð hljóðaði ekki svo ílla frítt flug og uppihald plús 60.000 kr. Þessi sama kona bauð mér að fara með sér í febrúar en Þar sem maðurinn minn var erlendis (Í GAMBÍU HAHAHA) gat ég ekki farið og skilið öll börnin mín eftir. Hún sagði mér að ég gæti þá heimsótt tengdaforeldra mína um leið !!!! Ætli ég mundi ekki heldur vilja heimsækja þau en fara með henni til að Gifta sig. Þessi grein hefur örugglega hljóðað mjög einkennilega fyrir manneskju sem ekki þekkti til. Miðað við hvernig hún lýsti fyrra hjónabandi sínu sem einnig var við Gambíubúa þá er það óðs manns æði að ætla að fara þangað AFTUR TIL AÐ GIFTA SIG !!!

Rosalega er ég annars heppin að vera bara gamall nöldurseggur við manninn minn og fjölskyld án mikilla framkvæmda og yfirlýsinga. Ég er vaxin upp úr öllu þessu drama (Guði sé lof).

Annars er ég búin að vera svo skratti kvalin í handleggjunum að ég get lítið sem ekkert gert (hahahaha ætti að skella mér í sólina í Gambíu). Og krem snillingurinn hann Emil kom ekki með krem til að lækna verkina ( grrrrrr sparka í hann þegar hann er búinn að sná sér). Ætla að hafa það notarlegt um páskana með fjölskyldu og vinum. Vona að þetta lagist allt.

Hafið það gott kæru vinir 

Ég verð hérna með einhverjar skrítnar og vonandi skemmitlegar sögur.

 

Kveðja Alvilda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband