Komin aftur eftir smá páksafrí :)

GetLostJæja elskurnar mínar þá er ég komin aftur eftir smá Páskafrí. Það er búið að vera gaman hjá okkur. Vorum í heimsóknum hjá vinum ég og strákarnir mínir og sá stutti eignaðist alveg magnaðan nýjan vin Cool. Þessi vinur hans er bara nokkrum árum eldri en hann.............svona 35 árum eða svo og svo á hann líka þennan æðislega hund sem var nú alls ekki verra sko InLove. Þessi nýji vinur hans var í heimsókn hjá vinkonu minni ásamt fleira frábæru fólki. Litla ljósið bað mig að gefa sér kex sem var á borðinu og ég sagði honum að bíða. Þegar ég snéri mér við kallaði þessi vinur minn í hann og laumaði kexi í höndina  á honum og sagði ussss ekki segja mömmu þinni..hahahahaha....þið haldið auðvitað að hann hafi farið eftir því?? nei aldeilis ekki. Hann kom beint til mín og rak kexið framan í mig með þvíumlíkum sigur svip Devil Halo!!!!!!!! mátti lesa þurfti sko ekki þína hjálp núna.

 Í gær skruppum við svo í fallega skrúðgarðinn okkar hérna rétt hjá til að vera úti í góða veðrinu. Við vorum búin að vera þarna dágóða stund þegar gamall fjölskylduvinur labbaði yfir garðinn. Við kölluðm í hann og hann kom til okkar. Þessi vinur var að koma heim af stuttri dvöl á Geðdeild sér til styrkingar. Við ákváðum að borða saman öll og fórum hingað heim. Þegar við fórum að bílnum til að leggja af stað þá opnaði ég hurðirnar með fjarstýringu en vinur minn var eitthvað utan við sig W00t og opnaði að framan og teygði sig afturí til að lyfta takkanum upp og taka úr lás nema ekki vildi betur til en það að mann fílan stóð með takkann í hendinni !!!!!! Bandit Angry Police hann reif hann upp úr hurðinni........ Litli kroppurinn minn fékk alveg þunglyndiskast yfir því að bíllinn okkar var svona skemmdur.

 

Allir fóru heim og fengu pizzu og voru mjög sáttir eftir daginn. Í gærkvöldi fórum við öll snemma að sofa því nú var jú skólinn að byrja hjá okkur öllum í dag. Ég var í skólanum frá morgni til klukkan þrjú og ég var rétt komin inn úr dyrunum þegar síminn hringdi Whistling. Konan í símanum sagðist vera frá leikskólanum sem litla gullið mitt er í og það hefði komið upp ákveðin umræða hjá honum sem hún vildi vita meira um................ ég átti nú von á ýmsu en EKKI ÞESSUGaspShocking. Drengurinn hafði gengið til konunnar og sagði graf alvarlegur...... veistu hvað? Hann vinur okkar slapp út af geðdeild í gær og skemmdi bílinn okkar !!!!! WhistlingBlush. Konu greyið hringdi í mig til að vita hvort það væri allt í lagi með okkur og hvað barnið væri eiginlega að tala um......................Hún fór að hlægja þegar þetta var umtalað og frágengið og þegar ég sótti hann í leikskólann var mér sagt að þessi saga hans hefði verið skráð í Gullkornabókina á leikskólanum LoLInLove. Hann er bara yndislegur þessi litli gaur eins og hinir stákarnir líka.

Ætla að láta þetta duga í bili og kem örugglega mjög fljótlega aftur með fleiri sögur eins og þetta af okkur :) Farið vel með ykkur og gangið um Guðs dyr. Hlakka til að koma hérna aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband