Frábæt atvik kom mér á Bloggið aftur :)

Ég verð að segja ykkur frá frábæru atviki sem ég lenti í í gær sem kom mér á Bloggið aftur Tounge

 Ég skellti mér í nám og er í Menntastoðum MSS í Reykjanesbæ. Ég er stolt kona af sjálfri mér fyrir að hafa drifið mig í þetta. Í gær var flottur hópur af glæsilegu fólki að taka upp einhvern þátt fyrir Stöð 2 í Húsnæði skólans. 

Í einni ferð minni að ná mér í kaffisopa labbar upp að mér ung og falleg kona og spyr mig hvort ég sé ekki Alvilda. Ég gat ekki skorast undan því........ Þá segir hún mér nafnið sitt og að við séum vinir á Facebook. Það tók mig smá stund að átta mig á henni. Hún sagðist alltaf hafa lesið bloggið mitt og að hún og vinkonur hennar væru miklir aðdáendur af blogginu mínu Blush.  Þegar maður fær svona frábær meðmæli frá svona flottu fólki þá er nú ekki hægt annað en að byrja aftur og reyna að hafa svolítið gaman!!!!

Sem sé þessa dagana eru heilasellurnar í mér á yfirsnúning (vá hvað það er langt síðan ég var í skóla síðast Shocking). Við vorum að byrja í Íslensku og Dönsku í síðustu viku. Ég er nú eiginlega búin að vera með í maganum síðan önnin byrjaði því okkur var sagt að við þyrftum að lesa bækurnar Orð af Orði sem er um Goðafræði (mamma mía Frown) og NJÁLU !!!!. Það á sem sé að misþyrma á mér heilanum eins og hægt er. Mér hefur aldrei fundist Íslandssögurnar skemmtilegar en ég stend í þeirri trú að minn yndislegi íslensku kennari geri þetta svo áhugavert að ég fái uppljómunKissing

Annars er bara allt gott að frétta af okkur hérna. Ég er skilin við bóndan og bý núna með aðeins 3 kk. Við eyðum helling af tíma saman og gerum skemmtilega hluti. Mest af öllu finnst þeim skemmtilegt ef það er frí í skólanum hjá þeim að fara með mér í skólann InLove Segja að skólinn minn sé svo roslalega skemmtilegur.   

Ég ætla að byrja þetta blogg svona rólega og reyna að halda áfram að vinna verkefni í Exel Whistling Ekki svona alveg sú flinkasta í því hahaha. Svo á morgun skal ég segja  ykkur hvernig mér gengur í dönsku verkefninu sem ég á að skila fyrir mánudag !!!! Frown

Eigið gott kvöld og góðan dag á morgun elskurnar mínar og Guð veri með ykkur :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að þú sért komin aftur, ég er einlægur aðdáandi þinn. :-)

Kristín Anna (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband