Ég er að segja ykkur það að vinir mínir eru STÓR VARASAMIR !!!! Maður reynir að vera voða kammó við þá en nei nei það dugar ekki til .
Ég fór nún frekar snemma á fætur miðað við undanfarna daga Því ég átti von á syni mínum heim úr Reykjavík um hádegi (hann er búinn að vera þar nokkra daga). Af því að ég var nú svona myndarleg að gera húsverkin svona snemmá þá komu Emil og Gummi vinir mínir í heimsókn um hádegi. Ég reyndi eftir besta mætti að hlífa Emil og láta hann slappa af en fór út af brautinni þar. Auðvitað var hann svangur þegar hann kom og bað mig um samloku en því miður átti ég ekkert brauð svo við Gummi ákváðum að skella okkur í Nettó og fjárfesta í brauði (allt fyrir Emil huhummm).
Jæja þarna var ég komin í Nettó og aldrei þessu vant mundi ég eftir að ég ætlaði að kaupa smáræði fyrir Guðnýju vinkonu mína ( ég er annars svo gleymin að ég þakka fyrir að muna eftir að fara heim eftir verslunarferðir). En Alvilda mundi þetta allt saman og við gerðum innkaupin og lögðum svo af stað heim til Guðnýjar.Hún byrjar á að spyrja mig hvort ég eigi kaffi poka (sem ég átti auðvitað ekki......á ekki einu sinni kaffikönnu). Við spurðum hana hvort hún hefði ekki farið til nágrannanna og spurt en þá sagði hún ohhhh mér datt það ekki í hug. Hún þessi elska ætlaði að gefa okkur ný áhellt kaffi fyrir greiðann. Jæja pokunum var reddað en þá fór allt út um þúfur og hún reyndi að drepa mig !!!! Úff er enn að reyna að jafna mig. Þegar hún opnar kaffi boxið sitt er fullt af hvítu dufti í boxinu saman við kaffið. Hún var rosa hissa og var að velta fyrir sér hvað þetta væri. Við skoðuðum þetta vandlega helst leit út fyrir að það hefði farið hveiti eða lyftiduft saman við. Hún reyndi að taka það mesta úr og ég sagði henni að skella þessu í könnuna við borðuðum öll brauð og ef þetta væri annaðhvort hveiti eða lyftiduft þá væri það bara flott í kaffi.
Hún fer að mínum ráðum og skellir kaffi í könnuna og þegar hún er búin að hella uppá voru allir svo ánægðir að fá heitt og ný áhellt kaffi. Guðný og Gummi fengu sér kaffi í litla bolla en minn var aðeins stærri og auðvitað voru þau að hlæja að græðginni í mér ("#$%$#"#). Svo er hellt í bollana og Gummi fær sér mjólk í kaffið og fær sér stóran og fínan sopa og segir neiiii þetta er alveg ódrekkandi !!!!! Ég varð nú að smakka þetta af því að ég væri ekki svona mikil kveif eins og þau en maður lifandi ÞETTA VAR VIÐBJÓÐUR OG BARA GUÐS LUKKA AÐ ÉG HRÖKK EKKI UPP AF. ÞAÐ HAFÐI EINHVER HELLT ÚR FULLUM STAUK AF SALTI SAMAN VIÐ KAFFIÐ Í DÚNKNUM OG ÞETTA HVÍTA SEM VIÐ SÁUM VAR SEM SÉ SALT. ÞAÐ ER EKKERT Í HEIMINUM ÓGEÐSLEGRA Á BRAGÐIÐ EN KAFFI MEÐ SALTI !!!! Þetta kallar maður vini sína !!!!! Bjóða manni kaffi og eytra það svo fyrir manni !!! GUÐNÝ SKAMM SKAMM.
Sem betur fer komst ég nú lifandi heim svo ég gæti eldað handa öllum mannskapnum. Byrjaði snemma að elda og var með þess fínu Purusteik í ofninum þegar Emil segir allt í einu Ég ætla að fara heim og ná í veskið mitt, hvað er langt í matinn? Ég fór nú að velta þessu fyrir mér. Hvern fjandan hann væri að fara að gera fyrst hann þurfti að vita hvað væri langt í matinn. Það leið næstum klukkutími áður en hann kom aftur. Hann fer að sýna syni mínum myndir í símanum en það voru myndir af Frú Gloríu (fyrrverandi konunni hans)ég kalla hana þetta eftir flóðhestinum í Madagaskar og núverandi maðurinn hennar með stæðstu gerð af ís með dífu og á einni mynd 1 líter af ís og sósa með, sem Emil, SEM VAR AÐ KOMA Í MAT TIL MÍN, borðaði. Hann sagðist hafa hringt í Gloríu og spurt hana hvort þau vildu ekki koma á ís rúnt með sér (elda sko ekki ofan í hann aftur á næstunni) og maturinn alveg að koma. Þau hafa keypt næstum allan ísinn sem til var í búðinni fyrir þau 3, þvíumlík fjandans átvögl .
Ég var nú ekkert sérlega ánægð með Emil vin minn þarna. Ég sagði honum að alltaf hangi hann í rassgatinu á Gloríu og dekri við hana. Hann kom nefnilega brosandi hingað til baka og sagði við Gumma þú segir að enginn vilji gefa þér páskaegg svo ég kom með eitt handa þér (flottur á því) en eggið var númer 2 og svo lítið að það þurfti næstum stækkunargler til að sjá það. Ég sagði honum að hann væri ruddi, væri að hlaða fleiri lítrum af ís ofan í sig og fyrrverandi en gæfi svo Gumma páskaegg no 2 OG MÉR EKKERT !!!! Á meðan hann var úti að skófla í sig var ég kófsveitt hérna heima að elda steikina fyrir kvöldmatinn handa honum.
Hann skrapp út í búð fyrir Gumma til að kaupa Coke fyrir hann með matnum og kemur til baka brosandi allan hringinn með KONFEKT PÁSKAEGG frá Nóa Síríus HANDA MÉR !! Hahahaha það borgar sig að röfla greynilega. En hér voru svo allir saddir og sælir þegar þeir félagar fóru heim í kvöld og þei eru væntanlegir á morgun aftur.
Ég er svo kvalin í hendinni að ég á erfitt með að blogga og það er sko ekki nógu gott. Vona að þetta lagist.
Farið vel með ykkur elskurnar mínar
Kveðja Alvilda
Flokkur: Bloggar | 19.4.2019 | 00:26 (breytt kl. 00:26) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.