Ýmislegt

Ég bið ykkur afsökunar á því að ég bloggaði ekki í nokkra daga. Var bara orðin svolítið mikið þreytt og þurfti að hvíla sál og líkama svolítið.

Það er svona ýmislegt búið að gana á hérna síðustu daga. Hérna var fullt af fólki í mat alla páskana. Emil vinur minn og Gummi voru mikið hérna um páskana og svo var Ína frænka hérna frá laugardegi til mánudags. A laugardaginn kom Emil og rukkaði mig um samloku sem hann hafði beðið mig um að gefa sér daginn áður (druslugangurinn í kerlingunni). Ég dreif mig út í búð að kaupa brauð kvöldið áður svo allt var til sem vantaði. Ég ríf upp brauðið og allt tilheyrandi og byrja á að gefa Emil 2 samlokur (nokkuð eðiliegur skammtur), geri svo tvær fyrir son minn og svo loksins 2 fyrir mig. Ég spurði Emil hvort ég mætti ekki bara nota diskinn hans ég væri að spara uppvaskið (hahahaha þoli ekki að setja í uppþvottavélina)og hann sagði að það væri í fínu lagi. Ég set mínar grilluðu samlokur á diskinn og sný mér við til að ganga frá og svo þegar ég lít við SITUR EMIL OG ER AÐ ÉTA SAMLOKURNAR MÍNAR !!!! Ég sagði við hann ertu að éta mínar samlokur? Ó áttir þú þær ég hélt að þær væru fyrir mig grrrrr. Hann skellt þeim í sig líka og ég bjó mér bara til aðrar samlokur en passaði þær betur laughing.

Ég fór að hugsa það áðan þegar ég var að rífast við páfagaukinn !!! JÁ ÉG VAR AÐ RÍFAST VIÐ PÁFAGAUKINN. Það er ekki nóg með að ég sé með 5 kk menneskjur heldur eru allir fuglarnir mínir 3 kk (ekki skrítið að ég sé svona biluð á taugum cry) Þessi stóri hérna frammi í stofu er alltaf að skamma mig eitthvað. Áðan var hann búinn að öskra og garga með því að herma eftir REYKSKINJARANUM !!!! og var að gera mig vitlausa. Þegar ég sagði honum að hætta þá sagði hann bara SKAMM. Svo fór hann að reka mig í rúmið FARÐU AÐ SOFA GÓÐA NÓTT (aha skil fyrr en skellur í tönnum) svo kom EIGUM VIÐ AÐ FARA AÐ SOFA? Þá nennti ég ekki að hlusta á hann lengur og fór og breyddi yfir hann. MAÐUR RÆÐUR EKKI EINU SINNI SJÁLFUR HVENÆR MAÐUR FER AÐ SOFA Á ÞESSU HEIMIL !!!!! Samt er ég elst.

Svo er nú blessaður skólinn byrjaður aftur með öllu sínu skutleríi allan daginn. Það góða við það er samt þá kemmst maður fyrr í rúmið að hvíla sig. Allir verða að fara fyrr að sofa. Ég á reyndar son sem er svo erfitt að vekja að það er mannskemmandi ( blóðþrýstingurinn þýtur upp úr öllu valdi). Það eru alltaf svaka læti á morgnana allir að rífast um hverjum það er að kenna þegar þeir eru of seinir, því segi ég alltaf GUÐ BLESSI SKÓLANN !!!!

Ég er að hugsa um að fara að leggja mig núna. Kominn tími til að hvíla sig smá. Skrokkurinn er ekki burðugur þessa dagana.

Takk fyrir þolinmæðina og takk fyrir að lesa Elskurnar mínar. 

 

Kveðja

Alvilda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir samlokurnar Alvilda :D

Emil Geirsson Zoega (IP-tala skráð) 23.4.2019 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband