Frábæt atvik kom mér á Bloggið aftur :)

Ég verð að segja ykkur frá frábæru atviki sem ég lenti í í gær sem kom mér á Bloggið aftur Tounge

 Ég skellti mér í nám og er í Menntastoðum MSS í Reykjanesbæ. Ég er stolt kona af sjálfri mér fyrir að hafa drifið mig í þetta. Í gær var flottur hópur af glæsilegu fólki að taka upp einhvern þátt fyrir Stöð 2 í Húsnæði skólans. 

Í einni ferð minni að ná mér í kaffisopa labbar upp að mér ung og falleg kona og spyr mig hvort ég sé ekki Alvilda. Ég gat ekki skorast undan því........ Þá segir hún mér nafnið sitt og að við séum vinir á Facebook. Það tók mig smá stund að átta mig á henni. Hún sagðist alltaf hafa lesið bloggið mitt og að hún og vinkonur hennar væru miklir aðdáendur af blogginu mínu Blush.  Þegar maður fær svona frábær meðmæli frá svona flottu fólki þá er nú ekki hægt annað en að byrja aftur og reyna að hafa svolítið gaman!!!!

Sem sé þessa dagana eru heilasellurnar í mér á yfirsnúning (vá hvað það er langt síðan ég var í skóla síðast Shocking). Við vorum að byrja í Íslensku og Dönsku í síðustu viku. Ég er nú eiginlega búin að vera með í maganum síðan önnin byrjaði því okkur var sagt að við þyrftum að lesa bækurnar Orð af Orði sem er um Goðafræði (mamma mía Frown) og NJÁLU !!!!. Það á sem sé að misþyrma á mér heilanum eins og hægt er. Mér hefur aldrei fundist Íslandssögurnar skemmtilegar en ég stend í þeirri trú að minn yndislegi íslensku kennari geri þetta svo áhugavert að ég fái uppljómunKissing

Annars er bara allt gott að frétta af okkur hérna. Ég er skilin við bóndan og bý núna með aðeins 3 kk. Við eyðum helling af tíma saman og gerum skemmtilega hluti. Mest af öllu finnst þeim skemmtilegt ef það er frí í skólanum hjá þeim að fara með mér í skólann InLove Segja að skólinn minn sé svo roslalega skemmtilegur.   

Ég ætla að byrja þetta blogg svona rólega og reyna að halda áfram að vinna verkefni í Exel Whistling Ekki svona alveg sú flinkasta í því hahaha. Svo á morgun skal ég segja  ykkur hvernig mér gengur í dönsku verkefninu sem ég á að skila fyrir mánudag !!!! Frown

Eigið gott kvöld og góðan dag á morgun elskurnar mínar og Guð veri með ykkur :) 

 


Komin aftur eftir smá páksafrí :)

GetLostJæja elskurnar mínar þá er ég komin aftur eftir smá Páskafrí. Það er búið að vera gaman hjá okkur. Vorum í heimsóknum hjá vinum ég og strákarnir mínir og sá stutti eignaðist alveg magnaðan nýjan vin Cool. Þessi vinur hans er bara nokkrum árum eldri en hann.............svona 35 árum eða svo og svo á hann líka þennan æðislega hund sem var nú alls ekki verra sko InLove. Þessi nýji vinur hans var í heimsókn hjá vinkonu minni ásamt fleira frábæru fólki. Litla ljósið bað mig að gefa sér kex sem var á borðinu og ég sagði honum að bíða. Þegar ég snéri mér við kallaði þessi vinur minn í hann og laumaði kexi í höndina  á honum og sagði ussss ekki segja mömmu þinni..hahahahaha....þið haldið auðvitað að hann hafi farið eftir því?? nei aldeilis ekki. Hann kom beint til mín og rak kexið framan í mig með þvíumlíkum sigur svip Devil Halo!!!!!!!! mátti lesa þurfti sko ekki þína hjálp núna.

 Í gær skruppum við svo í fallega skrúðgarðinn okkar hérna rétt hjá til að vera úti í góða veðrinu. Við vorum búin að vera þarna dágóða stund þegar gamall fjölskylduvinur labbaði yfir garðinn. Við kölluðm í hann og hann kom til okkar. Þessi vinur var að koma heim af stuttri dvöl á Geðdeild sér til styrkingar. Við ákváðum að borða saman öll og fórum hingað heim. Þegar við fórum að bílnum til að leggja af stað þá opnaði ég hurðirnar með fjarstýringu en vinur minn var eitthvað utan við sig W00t og opnaði að framan og teygði sig afturí til að lyfta takkanum upp og taka úr lás nema ekki vildi betur til en það að mann fílan stóð með takkann í hendinni !!!!!! Bandit Angry Police hann reif hann upp úr hurðinni........ Litli kroppurinn minn fékk alveg þunglyndiskast yfir því að bíllinn okkar var svona skemmdur.

 

Allir fóru heim og fengu pizzu og voru mjög sáttir eftir daginn. Í gærkvöldi fórum við öll snemma að sofa því nú var jú skólinn að byrja hjá okkur öllum í dag. Ég var í skólanum frá morgni til klukkan þrjú og ég var rétt komin inn úr dyrunum þegar síminn hringdi Whistling. Konan í símanum sagðist vera frá leikskólanum sem litla gullið mitt er í og það hefði komið upp ákveðin umræða hjá honum sem hún vildi vita meira um................ ég átti nú von á ýmsu en EKKI ÞESSUGaspShocking. Drengurinn hafði gengið til konunnar og sagði graf alvarlegur...... veistu hvað? Hann vinur okkar slapp út af geðdeild í gær og skemmdi bílinn okkar !!!!! WhistlingBlush. Konu greyið hringdi í mig til að vita hvort það væri allt í lagi með okkur og hvað barnið væri eiginlega að tala um......................Hún fór að hlægja þegar þetta var umtalað og frágengið og þegar ég sótti hann í leikskólann var mér sagt að þessi saga hans hefði verið skráð í Gullkornabókina á leikskólanum LoLInLove. Hann er bara yndislegur þessi litli gaur eins og hinir stákarnir líka.

Ætla að láta þetta duga í bili og kem örugglega mjög fljótlega aftur með fleiri sögur eins og þetta af okkur :) Farið vel með ykkur og gangið um Guðs dyr. Hlakka til að koma hérna aftur.


FRÁBÆR DAGUR

Morguninn á mínum bæ byrjaði með miklu fjöri. Það er aðal kappsmálið milli minnsta og stærsta sonar míns hver vaknar fyrstur !!! Þeir byrjuðu að rífast um það hvor hefði vaknað fyrr. Sá minnsti vaknaði fyrstur því ég vakti hann en sá elsti næstur. Það var ekki hægt að samþykkja það og sá elsti sagðist hafa vaknað fyrstur (vaknaði um nóttina og sofnað aftur og það væri að vakna fyrstur). Sá stutti var nú ekki sammála því og áður en yfir lauk var sá stærsti farin að hágráta undan þeim litla og þeir öskruðu hver á annan eins og ljón í búri AngryDevilWhistling og allt fór á annan endann. Þannig byrjaði dagurinn hjá okkur.

 Svo dreif ég mig í skólann að hitta vini mína þar þótt það væri engin kennsla. Eyddum deginum saman þangað til eina kennslustund dagsins var um hádegi. Þá fórum við í göngutúr og hann ekkert lítinn !!! Ég gamla konan er nú ekki vön að labba svona mikið og var bara ánægð þegar ég kom til baka heilu og höldnu. Eftir skólann fór ég nú bara heim og settist niður öll lurkum lamin (hélt ég gæti ekki gengið daginn eftir þetta allt InLove).

Minnsti snúðurinn minn var svo þreyttur að hann sofnaði klukkan hálf sjö alveg búin á því og svaf alla nóttina án þess að rumska. Núna ætla ég að fara að taka mig til fyrir enn einn yndislega skóladaginn. Hlakka mikið til og geng út í þennan dag með bros á vör HeartGrinHeart.

Læt heyra frá mér aftur. Vonandi eigið þið yndislegan dag og farið vel með ykkur. Guð fylgi ykkur alla daga og farið varlega. Kissing 


ALLTAF FJÖR Á FERÐUM

Jæja þá er best að blogga meira. Ég hafði ekki tíma í gærkvöldi til að blogga eins og ég lofði ykkur en hérna kemur það í staðin Smile

Ég vaknaði snemma og fór í viðtal í gærmorgun. Eldrhess komin út undir bert loft fyrir allar aldir (eða það er það sem mér hefði fundist hérna áður fyrr). Svo kom ég heim og gekk frá ýmsu og gerði það sem þurfti áður en haldið var til Tannlæknis Crying. Ég hef nú aldrei þótt sterk á þessu tannlækna svelli og þess vegna kanski að gjalda fyrir það í dag að hafa ekki farið nógu oft í gegnum tíðina. En hvað um það..................

Eftir að tannsi var búinn var haldið í Stapann þar sem framhaldsskólar voru með kynningu á því námi sem þeir eru með í boði fyrir komandi nemendur. Þar hitti ég allt þetta yndislega fólk sem er með mér í skóla og við löbbuðum um og skoðuðum. Það var mikið um fjör þarna eins og alltaf er þegar við erum saman komin. Rosalega gaman að hitta þetta frábæra fólk.

Svo var haldið í leikskólann að sækja minnsta prinsinn. Hann var voða ánægðu að sjá mig en hann var sko ekki sáttur við að þurfa að fara heim. Venjulega þegar ég sæki hann þá förum við að heimsækja vinkonu mína í Garðinum og hann vildi sko fara þangað !!!!!!! Þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að hún væri ekki heima þá varð hann hugsi Woundering og spurði mig hvort hún væri FLUTT !!!! Það bara hlaut að vera fyrst við fórum ekki til hennar og ég sótti hann að hún væri bara farin InLove.

Rétt fyrir kvöldmatinn spurði litla krúttið mig hvort hann mætti hlusta á lagið "alltaf að skamma mann" í tölvunni minni. Málið er að hann vakti mig í gærmorgun með því að syngja fyrir mig Lagið um það sem ekki má !!!! Svo var ég að segja skólafélögum mínum þetta á netinu og einn sendi mér link á lagið á Youtube. Viti menn sá stutti varð þetta svakalega hamingjusamur og heldur núna að tölvan sé bara hans til að hlusta á þetta lag sem HONUM var sent AngryAngry

Hann settist á gólfið hérna og fór að leika sér og svo hætti ég að heyra í honum eftir 2 mín  (og þið skuluð sko vita hann þetta barn talar allan sólarrhinginn, stundum er eins og eyrun séu að rifna af manni). Ég leit upp þá lá þessi elska á bakinu á gólfinu sofandi. Hann var svo þreyttur að hann gat ekki setið uppi einu sinni.

Núna ætla ég að fara að undirbúa mig að hitta frábæru vini mína í skólanum og hafa gaman. Hlakka til að skrifa meira í lok dags því ég veit að þessi dagur á eftir að vera skemmtilegur W00t

Farið varlega í amstri dagsins og Guð geymi ykkur. Eigið góðan dag !!!!! 

 

 


JÆJA ÞÁ ER SKO KOMIÐ AÐ ÞVÍ....................ALVILDA KOMIN AFTUR Á KREIK.

Jæja margt hefur á daga mína drifið síðan síðast.
Núna er Gamla kerlingin komin í skóla og strákarnir stækka og stækka og verða unglingar áður en maður veit af.

Ég bý enn í Keflavík og komst hér inn í skóla og lenti í sérlega yndislegum bekk með frábæru fólki. Ég hef eignast marga góða vini og það er sko margt í gangi framundan :)

Stóru strákarnir eru í skóla og sá minnsti er kominn í leikskóla fyrir löngu. Hann byrjaði núna í vetur að vera allan daginn og það er sko bara allt annað líf fyrir bæði hann og okkur. Þess vegna komst ég í skóla :)

Litli strákurinn minn er alveg með eindæmum mikið fyrir að tala og maður þarf helst að vera meðs vona heyrnahlífar á sér ef hann er heima allan daginn hahaha hann er svakalegur. Í morgun vakti hann mig þessi elska með því að syngja fyrir mig hástöfum "Þetta fullorðna fólk er so skrítið, það er alltaf að skamma mann, þo maður geri ekki neitt, það er alltaf að skamma mann". Þetta er eitt af uppáhlds lögunum hans þessa dagan :)

Hann er farinn að kunna að skrifa nafnið sitt og kann að tölurnar flestar. Hann fer að vaða yfir hausinn á manni einn góðan veðurdag. Hann hefur nú aldreilis látið ýmislegt út úr sér gegnum tíðina sá stutti sem mikið er búið að hlæja af.

Eftir að ég byrjaði í skóla og farin að kynnast fleira fólki þá er mikið meira fjör í kringum mig og margt til að segja frá. Ég stefni að því að vera dugleg í framtíðinni og segja ykkur það sem gerist skemmtilegt í kringum mig :) Vonandi hafa einhverjir gaman af því að ég kom aftur til að blogga.

Guð veri með ykkur og ég mæti hérna aftur á morgun !!!!!


Mikið að gera

Þá er komið að næsta bloggi. Afsakið hvað ég hef verið löt. Hérna gekk einhver leiðinda veikinda alda yfir allt. Einn fékk í eyrun og annar fékk streptokokka. Maður er ekki mjög duglegur að setjast svona niður að skrifa þegar allir eru veikir og þreyttir.

Minnsti prinsinn er á fullu í leikskólanum og það sem ég skil ekki er að hann hefur endalausa orku. Hann er á ferðinni fram eftir kvöldi með allavega uppátæki. Áðan fékk hann sopa af gosi hjá mér þar sem ég sat hérna í stólnum. Hann er vanur að vera alltaf að klifra upp á bakið á stólnum hjá mér og gerði það áðan líka. Allt í einu fann ég eitthvað ískalt á bakinu á mér.........þá hafði drengurinn verið með gosið enn uppí sér og spýtti því svo á bakið á mér !!!!!Angry

Þegar hann var búinn að því fór hann fram að "horfa" á sjónvarpið, eða það hélt ég allavega. Þá allt í einu kemur drengurinn með annan silfur kertastjakann minn sem stendur í stofu glugganum og rétti mér. Eftir nokkrar mínutur kom svo þessi elska aftur með HINN SILFUR KERTASTJAKANN !!!! Í næstu umferð kom hann inn og var farinn úr peysunni og búinn að fara úr samfellunni að ofan og var ber að ofan að spóka sig um LoL

Auðvitað halda allir að þetta hafi veirð allt sem hann gerði en neiiiiiii. Allt í einu heyrði ég eitthvað svona sull hljóð og leit upp því drengurinn stóð við hliðina á mér við rúmið mitt. OG HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ AÐ HANN HAFI VERIÐ AÐ GERA ?????  hann hélt á sápu brúsa undan sturtusápu sem var næstum tómur og var að sprauta því á rúmið mitt og ekki nóg með það heldur hafði hann sett vatn í brúsann SEM ÉG HEF STERKAN GRUN  UM AÐ HAFI KOMIÐ ÚR KLÓSETTINU !!SickSickAngryAngry.

Núna situr hann frammi rosa stilltur og horfir á sjónvarpið. Hinir stóru voru að leika sér inn í herbergi í rólegheitum. Núna ætla allir að horfa smá á sjónvarpið fyrir svefninn.

Vonandi kem ég aftur næstu daga og helst á morgun. Þangað til farið varlega og Guð veri með ykkur !! InLove


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband