ALLTAF FJÖR Á FERÐUM

Jæja þá er best að blogga meira. Ég hafði ekki tíma í gærkvöldi til að blogga eins og ég lofði ykkur en hérna kemur það í staðin Smile

Ég vaknaði snemma og fór í viðtal í gærmorgun. Eldrhess komin út undir bert loft fyrir allar aldir (eða það er það sem mér hefði fundist hérna áður fyrr). Svo kom ég heim og gekk frá ýmsu og gerði það sem þurfti áður en haldið var til Tannlæknis Crying. Ég hef nú aldrei þótt sterk á þessu tannlækna svelli og þess vegna kanski að gjalda fyrir það í dag að hafa ekki farið nógu oft í gegnum tíðina. En hvað um það..................

Eftir að tannsi var búinn var haldið í Stapann þar sem framhaldsskólar voru með kynningu á því námi sem þeir eru með í boði fyrir komandi nemendur. Þar hitti ég allt þetta yndislega fólk sem er með mér í skóla og við löbbuðum um og skoðuðum. Það var mikið um fjör þarna eins og alltaf er þegar við erum saman komin. Rosalega gaman að hitta þetta frábæra fólk.

Svo var haldið í leikskólann að sækja minnsta prinsinn. Hann var voða ánægðu að sjá mig en hann var sko ekki sáttur við að þurfa að fara heim. Venjulega þegar ég sæki hann þá förum við að heimsækja vinkonu mína í Garðinum og hann vildi sko fara þangað !!!!!!! Þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að hún væri ekki heima þá varð hann hugsi Woundering og spurði mig hvort hún væri FLUTT !!!! Það bara hlaut að vera fyrst við fórum ekki til hennar og ég sótti hann að hún væri bara farin InLove.

Rétt fyrir kvöldmatinn spurði litla krúttið mig hvort hann mætti hlusta á lagið "alltaf að skamma mann" í tölvunni minni. Málið er að hann vakti mig í gærmorgun með því að syngja fyrir mig Lagið um það sem ekki má !!!! Svo var ég að segja skólafélögum mínum þetta á netinu og einn sendi mér link á lagið á Youtube. Viti menn sá stutti varð þetta svakalega hamingjusamur og heldur núna að tölvan sé bara hans til að hlusta á þetta lag sem HONUM var sent AngryAngry

Hann settist á gólfið hérna og fór að leika sér og svo hætti ég að heyra í honum eftir 2 mín  (og þið skuluð sko vita hann þetta barn talar allan sólarrhinginn, stundum er eins og eyrun séu að rifna af manni). Ég leit upp þá lá þessi elska á bakinu á gólfinu sofandi. Hann var svo þreyttur að hann gat ekki setið uppi einu sinni.

Núna ætla ég að fara að undirbúa mig að hitta frábæru vini mína í skólanum og hafa gaman. Hlakka til að skrifa meira í lok dags því ég veit að þessi dagur á eftir að vera skemmtilegur W00t

Farið varlega í amstri dagsins og Guð geymi ykkur. Eigið góðan dag !!!!! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband