JÆJA ÞÁ ER SKO KOMIÐ AÐ ÞVÍ....................ALVILDA KOMIN AFTUR Á KREIK.

Jæja margt hefur á daga mína drifið síðan síðast.
Núna er Gamla kerlingin komin í skóla og strákarnir stækka og stækka og verða unglingar áður en maður veit af.

Ég bý enn í Keflavík og komst hér inn í skóla og lenti í sérlega yndislegum bekk með frábæru fólki. Ég hef eignast marga góða vini og það er sko margt í gangi framundan :)

Stóru strákarnir eru í skóla og sá minnsti er kominn í leikskóla fyrir löngu. Hann byrjaði núna í vetur að vera allan daginn og það er sko bara allt annað líf fyrir bæði hann og okkur. Þess vegna komst ég í skóla :)

Litli strákurinn minn er alveg með eindæmum mikið fyrir að tala og maður þarf helst að vera meðs vona heyrnahlífar á sér ef hann er heima allan daginn hahaha hann er svakalegur. Í morgun vakti hann mig þessi elska með því að syngja fyrir mig hástöfum "Þetta fullorðna fólk er so skrítið, það er alltaf að skamma mann, þo maður geri ekki neitt, það er alltaf að skamma mann". Þetta er eitt af uppáhlds lögunum hans þessa dagan :)

Hann er farinn að kunna að skrifa nafnið sitt og kann að tölurnar flestar. Hann fer að vaða yfir hausinn á manni einn góðan veðurdag. Hann hefur nú aldreilis látið ýmislegt út úr sér gegnum tíðina sá stutti sem mikið er búið að hlæja af.

Eftir að ég byrjaði í skóla og farin að kynnast fleira fólki þá er mikið meira fjör í kringum mig og margt til að segja frá. Ég stefni að því að vera dugleg í framtíðinni og segja ykkur það sem gerist skemmtilegt í kringum mig :) Vonandi hafa einhverjir gaman af því að ég kom aftur til að blogga.

Guð veri með ykkur og ég mæti hérna aftur á morgun !!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Alvilda að byrja aftur að blogga, hlakka til að fylgjast með :)

Linda Ýrl (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 23:23

2 identicon

Vertu velkomin tilbaka Alvilda mín. Þín hefur verið sárt saknað úr bloggheimum. Hlakka til að heyra hvað sé að frétta af þér og þínum.

bkv Klara.

Klara (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 10:30

3 identicon

Komdu fagnandi Alvilda! Og nú er bara að bretta upp ermar og vinna upp þetta langa blogghlé!

Tóti (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 10:36

4 Smámynd: Alvilda Drammeh Magnúsdóttir

Takk fyrir góða móttökur :)Núna er ég sko komin í mitt gamla Blogg stuð. Hlakka til að vera hérna með ykkur ;)

Alvilda Drammeh Magnúsdóttir, 27.3.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband