FRÁBÆR DAGUR

Morguninn á mínum bæ byrjaði með miklu fjöri. Það er aðal kappsmálið milli minnsta og stærsta sonar míns hver vaknar fyrstur !!! Þeir byrjuðu að rífast um það hvor hefði vaknað fyrr. Sá minnsti vaknaði fyrstur því ég vakti hann en sá elsti næstur. Það var ekki hægt að samþykkja það og sá elsti sagðist hafa vaknað fyrstur (vaknaði um nóttina og sofnað aftur og það væri að vakna fyrstur). Sá stutti var nú ekki sammála því og áður en yfir lauk var sá stærsti farin að hágráta undan þeim litla og þeir öskruðu hver á annan eins og ljón í búri AngryDevilWhistling og allt fór á annan endann. Þannig byrjaði dagurinn hjá okkur.

 Svo dreif ég mig í skólann að hitta vini mína þar þótt það væri engin kennsla. Eyddum deginum saman þangað til eina kennslustund dagsins var um hádegi. Þá fórum við í göngutúr og hann ekkert lítinn !!! Ég gamla konan er nú ekki vön að labba svona mikið og var bara ánægð þegar ég kom til baka heilu og höldnu. Eftir skólann fór ég nú bara heim og settist niður öll lurkum lamin (hélt ég gæti ekki gengið daginn eftir þetta allt InLove).

Minnsti snúðurinn minn var svo þreyttur að hann sofnaði klukkan hálf sjö alveg búin á því og svaf alla nóttina án þess að rumska. Núna ætla ég að fara að taka mig til fyrir enn einn yndislega skóladaginn. Hlakka mikið til og geng út í þennan dag með bros á vör HeartGrinHeart.

Læt heyra frá mér aftur. Vonandi eigið þið yndislegan dag og farið vel með ykkur. Guð fylgi ykkur alla daga og farið varlega. Kissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Velkominn aftur.

Gaman að lesa hjá þér dugleg ertu að fara í skóla.

           

Valdís Skúladóttir, 8.4.2012 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband