Mætt aftur

Þá er þessi dagur að kveldi kominn..... Búið að horfa á eitt stykki úrslitaleik á HM í handbolta þar sem verslings frændur okkar Danir voru rassskelltir íllilega Crying.

Svo kom að þessu ágæta dönsku verkefni sem ég átti að skila fyrir morgundaginn. Ég var búin að sitja og reyna að hugsa um þessi fáu orð sem ég ætlaði að nota. Við sem sé áttum að senda kennaranum kort frá einhverjum kortavef á netinu. Mér fannst allt sem ég hugsaði um eitthvað svo heimskulegt en var svo heppin að minnast á þetta við vinkonu mína sem býr í NoregiSmile. Hún var alveg til í að hjálpa mér þetta og við rúlluðum þessu upp á 5 mín. Núna er bara að vona að ég fái eitthvað þokkalegt fyrir þetta (en ekki segja neinum að ég hafi fengið hjálp !!! ).

Áðan fóru strákarnir mínir í sturtu sem ekki er í frásögu færandi nema sá litli var með tómt vesen og ég var að reyna að hengja upp úr þvottavélinni. Ég bara fór með hann fram í þvottahús, hengdi hann upp á snúru og smúlaði.....ætla svo að taka hann niður áður en við förum að sofa........NNNEEEEEIIIIIIII ég er nú ekki alveg svona geðveik Devil. Þetta var nú kanski ekki svo galin hugmynd í grínmynd hahahaha. Verslings barnið að eiga svona ílla hugsandi mömmu.

Á morgun byrjar skólinn ekki fyrr en í hádeginu svo það er eins gott fyrir mig að reyna að nota tímann sem ég hef ein heima í fyrramálið til að læra.............ef fuglinn truflar mig ekki hihihihi.

Ég gleymdi sko alveg að segja ykkur frá nýjasta fjölskyldumeðlimnum. HÚN heitir MÁNI !!!!! Greynilega kyngreind seint blessað dýrið. Vá ekki vildi ég heita Guðmundur..............úff skelifleg hugsun. En þessi yndislegi fugl er mjög skemmtilegur og hún blaðrar alveg ótrúlega mikið. Hún er algjör prinsessa og vill sko fara með mér hvert sem ég fer hérna innanhúss. Ef ég voga mér á klósettið án þess að taka hana með þá hoppar hún niður af standinum sínum og labbar eftir gólfinu að dyrunum á baðinu og byrjar að lemja goggnum í hurðina svo ég opni hahahahaha hei þú kerling þetta er ég viltu gjöra svo vel að hleypa mér inn !!!!! Hún sat hérna í kvöld meðn ég var að horfa á fréttirnar og alltaf annað slagið sagði hún hátt og snjallt HA? eins og hún hefði ekki heyrt rétt. Ef ég fer að hlæja að henni þá fer hún að hlæja líka og getur gert mig alveg snar InLove.

Núna er víst best að fara að koma sér í rúmið með prinsunum og hvíla sig. Ég fer alltaf að sofa um leið og þeir það er ekkert að vaka eftir og maður er svo mikið hressari daginn eftir Cool.

 Vonandi gerist eitthvað skemmtilegt á morgun til að segja ykkur frá eða ef eitthvað leiðinlegt gerist þá kem ég og þusa í ykkur í staðin.....

Eigið góða nótt og góðan dag á morgun.......Hlakka til að líta við hérna á morgun aftur. Guð veri með ykkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband