Afmælisgjöfin frá Emil

Í dag ætla ég að segja ykkur fá því hvað Emil var "huggulegur" við mig á afmælinu mínu. Hann er frægur fyrir að vera ekki nýskur þessi elska og auðvitað vildi hann gefa mér eitthvað gott (þannig orðar hann það yell). 

Hann kom hérna á afmælisdaginn minn brosandi allan hringinn með fullt af krem dollum í poka. Hann gaf mér þetta svaka flotta body krem með rosa góðri lykt (örugglega af því að honum fannst ég ílla lyktandi !!!!!) og svo tvær krukkur af andlitskremum. Ég fer nú að skoða þessi fínu andlitskrem og hugsa með mér að það saki mig nú ekki eftir kæruleysi síðustu ára að gera mig fína með þessum kremum sem vafalaust hafa kostað meira en ég vil vita.

Jæja frúin fer nú að skoða kremin og hvað haldið þið? Fjandans maðurinn hafði keypt handa mér HRUKKUKREM !!! Þvíumlík móðgun sko. Nafnið á kreminu sagði nú sitt, AGE PERFECT !!! En það var sko síður en svo allt. Ég fór að koða þetta betur og ætlaði ekki að láta nafnið hafa áhrif á mig þar sem ég er nú ekki 18 ára lengur (hummm bara nokkrum árum eldir). 

En þá kom að hræðilegu fréttunum ÞAÐ STÓÐ Á KASSANUM UTAN UM ANNAÐ KREMIÐ AÐ ÞAÐ VÆRI FYRIR ALDURINN 60-80 ÁRA !!!! Ég meina hversu dónalegur er hægt að vera við mann??? Og þetta kallar maður vini sína, sá sem á svona vini þarf enga óvini undecidedundecided. Hann var hinn ánægðasti og sagði að hitt kremið væri fyrir 50-70 ára !!!!! það hressti mig nefnilega svo mikið.

Ég ákvað nú að nota kremin þar sem ég er ekki vanþakklát kona og nota þau annað slagið. Ég nenni nú ekki að spasla í hrukkurnar bæði kvölds og morgna þvi annað kremið er dagkrem hitt næturkrem. En eiginlega það sem mér þótti svo verst þegar fram liðu stundir var að krem klístrið virkaði bara ágætlega. Ég er ekki frá því að húðin sé aðeins mýkri og HRUKKIST KANSKI EKKI EINS HRATT !!!!!.

Ég sagði nú við Emil að þetta væri ekki nógu gott að ég yrði að viðurkenna fyrir honum að þetta væri bara fínt krem heldur hefði ég svo ekki efni á að kaupa meira af því þegar þetta væri búið því ég væri ekki vön svona dýru pjatti.......en auðvitað hafði hann svar við því !!!!!! ÉG KAUPI BARA MEIRA HANDA ÞÉR. Kanski verð ég farin að líta út fyrir að vera tvítug eftir 2 ár þegar yngsti sonur minn fermist kisskiss

 

Eigið góðar stundir elskurnar og Guð veri með ykkur.

 

Kveðja hin síunga Alvilda (hahaha)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Njóttu vel alvilda mín

Emil Geirsson Zoega (IP-tala skráð) 16.4.2019 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband