Gamla þreytta konan

Jæja þá er nú þessi svakalega afmælisveisla búin. Hún var í gær og aumingja gamla konan ég er búin að vera svo hrikalega þreytt að ég haf varla haldið höfði :). Þetta var hin ágætlegasta veisla og veitingarnar alveg afbragð (HÓST ÚPS JÁ ÞAÐ VAR SEM BAKAÐI).

Það voru svaka kökur og flottheit og blessaður AfmælisKARLINN var bara nokkuð brattur og sáttur. Þarna hitti ég fólk sem ég hitti sjaldan svo það var skemmtilegt. Síðasta kakan var tilbúin í orðsins fyllstu merkingu korter í afmæli !!!! Hjúkk rétt slapp.

Það eina sem var ekki alveg nógu gott og það var að allar þessar kökur sem ég var búin að stand við að baka alla vikuna svo lappirnar á mér voru orðnar eins og SÍMASTAURAR stífar og bólgnar, komu eiginlega alveg óboðnar heim til mín aftur. Trúið mér að núna ef ég bara hugsa um kökur VERÐUR MÉR ÍLLT !!! Það var ekki hægt að troða þessu öllu í mannskapinn því ekki komu allir sem fengu boð. Núna er íbúðin mín hálf full af kökum og allir komnir með ógeð. Vonandi verður mér ekki boðið í veislu á næstunni money-mouth.

Í dag er ég bara búin að vera að finna eldhúsið mitt en það týndist í sprengjunni sem fylgdi þessu afmælis stússi en hjúkk ég fann það aftur undir öllu ruslinu. Á morgun ætla ég að slaka á eins og mögulegt er þvi strákarnir allir komnir í Páskafrí og nú ætlar sú gamla að sofa út.

Farið vel með ykkur elskurnar. Á morgun þarf ég að segja ykkur frá afmælisgjöfinni sem Emil gaf MÉR !!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband